Eftir að hlutirnir hér á landi löguðust aðeins og krónan hækkaði ásamt því að heimsmarkaðsverðið á olíu lækkaði að þá byrjuðu íslensku olíufélögin að lækka verðið hjá sér og var bensínlítrinn kominn niður í c.a 135 krónur.
En á þeim tímapunkti ákváðu stjórnvöld að gefa landsmönnum jólagjöfina þetta árið og voru álögur á eldsneyti hækkaðar umtalsvert (ásamt tóbaki og áfengi) og hækkaði bensínlítrinn eftir því. Eftir þessa aðför stjórnvalda að neytendum hafa olíufélögin ekki lækkað verðið hjá sér um krónu. Þrátt fyrir að krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverðið hafi lækkað um 10-15 dollara síðan.
Það er alveg með ólíkindum að bensínverðið kosti þetta, á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra árum saman. Vissulega er krónan ekki orðin eins sterk og hún var en hefur þó hækkað um 20% ef ég man rétt.
Það er spurning hvort olíufélögin eigi kannski svo miklar birgðir á "dýra" verðinu og geti ekki lækkað strax, en það er yfirleitt afsökunin.
Það er augljóst að á Íslandi ganga neytendur ekki fyrir.
No comments:
Post a Comment