Thursday, January 1, 2009

Nú eru liðnir nokkrir mánuðir frá því að Gordon Brown og Darling lögðu sitt af mörkum við hrun bankanna og með efnahag Íslands.

Lögfróðir menn, bæði Íslenskir og erlendir komu fram í fjölmiðlum vikurnar í kringum hrunið og sögðu að þessi aðför Breta að Íslandi stæðist ekki lög.

Tíminn sem við höfum til að bregðast við þessu í dómstólum er að renna út. Hann rennur út núna í byrjun janúar. Íslenska ríkisstjórnin hefur sett einhverjar milljónir í málsókn á hendur Bretum. En er það nóg? Afhverju er ekki fyrir löngu búið að kæra þá? Afhverju eru íslenskir ráðamenn svona rólegir í þessu máli.

Vita þeir eitthvað meira en við? Eða vita bretarnir eitthvað sem við vitum ekki og megum ekki vita???

Er verið að blekkja þjóðina enn og aftur?

Ef Bretar eru skaðabótaskyldir gagnvart Íslandi að afhverju er þá ekki búið að fara í mál við þá? Afhverju er ekki verið að reyna að fá skaðabætur frá þeim vegna þessarar árásar á vinaþjóð sína? Afhverju er beðið fram á síðustu stundu??? Það er einhver óþefur af þessu máli. Það held ég að allir sjá.

En afhverju ætti ríkisstjórnin að vera að stressa sig yfir þessum fjármunum?? Ríkisstjórnin fær þessa fjármuni sem töpuðust með því að hækka skattana hér á landi. Byrjað var á eldsneyti, áfengi og tóbaki. Hvað verður það næst?

Enn og aftur sjáum við vanhæfi ríkisstjórnarinnar.

14.12.2008 | Þingmaður Frjálslynda flokksins einn á móti eldsneytishækkun

Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.

„Þetta eru auknar álögur á almenning. Þetta hefur áhrif inn í verðtrygginguna og hækkar náttúrulega lánin," segir Grétar. Hann greiddi þó atkvæði með frumvarpi um hækkun áfengisgjalda, en er nú ekki viss um að það hafi verið rétt. „Ég sé satt best að segja hálf eftir því. Því það hefur áhrif á vísitöluna líka," segir Grétar og bætir við að hækkun áfengisverðs komi einnig illa niður á veitingastöðum og ferðaþjónustunni.
(visir.is)

Enn og aftur sést að Frjálslyndi flokkurinn er með hagsmuni hins almenna borgara að leiðarljósi.

Það væri gott ef fólk mundi muna það í næstu kosningum eða könnunum.

Við þurfum spillingaröflin burt, aldrei aftur Sjálfstæðisflokk/Samfylkingu í ríkisstjórn!

Friðsamleg mótmæli virka ekki

Þrátt fyrir að þúsundir manna og kvenna hafi mótmælt fyrir framan alþingi á síðustu vikum að þá hefur ekkert gerst, ekkert hefur breyst. Ríkisstjórnin horfir niður á mótmælendurna úr fílabeinsturnum sínum og hlær.

Stjórn Fjármálaeftirlitsins situr enn á sínum ofurlaunum. Stjórn Seðlabankans situr enn á sínum ofurlaunum. Ríkisstjórnin situr enn á sínum ofurlaunum. Þrátt fyrir að eiga stóran hlut í því að leggja hagkerfi landsins í rúst.

Fyrst friðsamleg mótmæli virka ekki að þá verður að fara með þetta á næsta stig. Það segir sig alveg sjálft.

Ég fagna þessum mótmælum og ég vona að ríkisstjórnin grípi til aðgerða tafarlaust. Frysti eigur útrásarvíkinga/bankaeigenda, sjá til þess að þessir einstaklingar sem áttu þátt í þessu hruni starfi aldrei framar við fjármálaþjónustu hér á landi, þrátt fyrir að farið yrði í þessar aðgerðir að þá hefur ríkisstjórnin ekki traust almennings.

Og það sem ríkisstjórnin hefur síðan gert á síðustu vikum er ekki til að auka það.

Íslensku olíufélögin halda að sér höndum

Enn ein lækkun heimsmarkaðsverðs á olíu. Nú er fatið komið niður í 35 dollara og hefur lækkað um 76% síðan í júlí en þá var fatið í 147 dollurum. Á þeim tíma fór eldsneytisverðið hér á Íslandi upp í tæpar 180 krónur enda hafði krónan hríðfallið, ofan á þessa olíuhækkun.

Eftir að hlutirnir hér á landi löguðust aðeins og krónan hækkaði ásamt því að heimsmarkaðsverðið á olíu lækkaði að þá byrjuðu íslensku olíufélögin að lækka verðið hjá sér og var bensínlítrinn kominn niður í c.a 135 krónur.

En á þeim tímapunkti ákváðu stjórnvöld að gefa landsmönnum jólagjöfina þetta árið og voru álögur á eldsneyti hækkaðar umtalsvert (ásamt tóbaki og áfengi) og hækkaði bensínlítrinn eftir því. Eftir þessa aðför stjórnvalda að neytendum hafa olíufélögin ekki lækkað verðið hjá sér um krónu. Þrátt fyrir að krónan hefur styrkst og heimsmarkaðsverðið hafi lækkað um 10-15 dollara síðan.

oliufelogin.jpg Það er alveg með ólíkindum að bensínverðið kosti þetta, á sama tíma og heimsmarkaðsverð á olíu hefur ekki verið lægra árum saman. Vissulega er krónan ekki orðin eins sterk og hún var en hefur þó hækkað um 20% ef ég man rétt.

Það er spurning hvort olíufélögin eigi kannski svo miklar birgðir á "dýra" verðinu og geti ekki lækkað strax, en það er yfirleitt afsökunin.

Það er augljóst að á Íslandi ganga neytendur ekki fyrir.

Sunday, December 28, 2008

Nýr staður

Ég hrökklaðist burt frá blog.is því nafnlausir bloggarar voru sendir í útlegð.. nánast í tjöru og fiðri.

Ég er eflaust ekki sá eini sem er búinn að fá upp í kok á ritskoðunartilburðum moggabloggsins. Þeir ættu kannski að flytja höfuðstöðvar sínar til Kína. Þeir mundu sóma sér vel í því umhverfi.

Þannig að hingað er ég komin og mun blogga hér.